Eining Verk ehf er byggingafélag sem hefur yfir að ráða öflugum hópi starfsfólks með víðtæka og mikla reynslu úr byggingariðnaði en hjá félaginu starfa um 50 manns.
Starfsmenn félagsins hafa komið að fjármögnun framkvæmda, verkefnastýringu, verkstýringu og framkvæmdum í nýframkvæmdum íbúða-, hótel- og iðnaðarhúsnæðis, endurbótaverkefnum ásamt undirverktöku. Við höfum einnig sérhæft okkur í reisingum forsteyptra eininga og erum með öflugt teymi innan félagsins sem hefur margra ára reynslu af þeirri vinnu.
Félagið er í jafnri eigu Ellerts Jóns Björnssonar, S. Vopna Björnssonar og Steinars Helgasonar sem hafa starfað saman um nokkura ára skeið. Ellert og Steinar hafa mikla reynslu af rekstri, fjármögnun framkvæmda og fjárstýringu. Vopni er húsasmíðameistari og byggingastjóri með reynslu úr verkefnastýringu og rekstri. Við leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð og góð samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila.
Reisingar forsteyptra eininga og tengd vinna með áralangri reynslu og fagmennsku.
Endurbótaverkefni og undirverktaka, þ.m.t. gluggaísetningar, gipsvinna og almenn smíðavinna.
Verktaka allt frá jarðvinnu að fullkláruðu húsnæði með áherslu á gæði og öryggi.
Kópavogur
Uppkomið burðarvirki úr forsteyptum einingum, gluggaísetning
Reykjavík
Breyting á eldra húsnæði. Efsta hæð rifin af, þrjár hæðir byggðar ofaná úr forsteyptum einingum
Kópavogur
Uppkomið burðarvirki úr forsteyptum einingum, gluggaísetning
Kópavogur
Uppkomið burðarvirki úr forsteyptum einingum, gluggaísetning
Við erum alltaf að leita að nýju og kraftmiklu liðsfólki í okkar frábæra hóp! Ekki hika eitt augnablik við að hafa samband og segja okkur hvað þú hefur fram að færa.
Starfsmenn félagsins hafa komið að fjármögnun framkvæmda, verkefnastýringu, verkstýringu og framkvæmdum í nýframkvæmdum íbúða-, hótel- og iðnaðarhúsnæðis.
Markmið Eining Verk er að hafa yfir að ráða hæfu, áhugasömu og vel þjálfuðu starfsfólki í samræmi við starfsemi fyrirtækisins.
Eigandi og stjórnarformaður
M.Sc Finance and International Business
ellert@einingverk.is 123 4567Eigandi og framkvæmdastjóri
Húsasmíðameistari og byggingastjóri
vopni@einingverk.is 123 4568